[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
BREYTINGAR hafa orðið á eigendahópi LOGOS lögmannsþjónustu, m.a. vegna opnunar skrifstofu í Kaupmannahöfn. Nýir eigendur eru Jón Elvar Guðmundsson í Reykjavík og Carsten Mollekilde og Peter Mollerup í Kaupmannahöfn.

BREYTINGAR hafa orðið á eigendahópi LOGOS lögmannsþjónustu, m.a. vegna opnunar skrifstofu í Kaupmannahöfn. Nýir eigendur eru Jón Elvar Guðmundsson í Reykjavík og Carsten Mollekilde og Peter Mollerup í Kaupmannahöfn. Þá hefur LOGOS bætt við hópi starfsmanna bæði í Reykjavík og Lundúnum vegna aukinna verkefna. Heildarfjöldi starfsmanna er nú 79, þar af eru 59 í Reykjavík, 11 í London og 9 í Kaupmannahöfn.

Jón Elvar Guðmundsson er cand. jur. frá Háskóla Íslands árið 2001, lauk prófi í verðbréfamiðlun sama ár og öðlaðist réttindi sem hdl. árið 2002. Hann stundaði framhaldsnám í alþjóðlegum skattarétti í háskólanum í Leiden 2005. Jón Elvar var hjá Taxis 2001-2004 og 2005-2006 en hefur starfað hjá LOGOS frá 2006. Hann er kvæntur Berglindi Sölku Ólafsdóttur og eiga þau tvö börn.

Carsten Mollekilde er cand. jur. frá Háskólanum í Kaupmannahöfn 1993 og lauk MBA frá háskólanum í Baith árið 2000. Hann var hjá Kierkegaard & Malby, síðar Gorrissen Federspiel Kierkegaard 1993-2000, H+H International A/S 2000-2005, LD Equity 2005-2007, Johan Schlüter lögmannsstofu 2007 og hjá LOGOS lögmannsþjónusu frá 2008. Carsten er kvæntur Camillu Struckmann og þau eiga eina dóttur.

Peter Mollerup er cand. jur. frá Háskólanum í Kaupmannahöfn 1998 og lauk framhaldsnámi við Kings College University of London 1999. Hann var hjá Gorrissen Federspiel Kierkegaard 1998-2002, LOGOS lögmannsþjónustu 2002-2003, Johan Schlüter lögmannsstofu 2003-2007 og hjá LOGOS lögmannsþjónustu á ný 2008. Peter er kvæntur Snjólaugu Níelsdóttur og eiga þau tvö börn.

James Baldvin Douglas er nýr fulltrúi í London. Hann lauk námi við The College of Law í Ástralíu 2001 og lauk prófi frá The University of Sydney, LL.M. í félaga- og alþjóðarétti 2004. James varð lögmaður í New South Wales, Ástralíu 2002 og mun öðlast réttindi sem lögmaður í Englandi og Wales 2008.Hann var hjá áströlsku lögmannsstofunum Deacons 2002-2003, Dibbs Abbott Stillman 2005-2006, og hjá Filtra Group Legal Counsel í Englandi 2006-2007.

Hafdís Perla Hafsteinsdóttir hóf störf hjá LOGOS í Reykjavík á síðasta ári og leggur nú lokahönd á ritgerð sína í meistaranámi í lagadeild Háskóla Íslands. Hún lauk BA-prófi í lögfræði frá HÍ 2006. Stundaði laganám við Katholieke Universiteit Leuven í Belgíu 2006-2007. Hafdís starfaði hjá Einari Gaut Steingrímssyni hrl. 2004-2005, og hjá Orkuveitu Reykjavíkur 2005.

Hafliði Kristján Lárusson kom til starfa hjá LOGOS í London á síðasta ári. Hafliði er cand. jur. frá Háskóla Íslands 1994 og stundaði nám við The College of Law í London 2002. Framhaldsmenntun stundaði hann m.a. í París, Toulouse og Kanada. Hann starfaði hjá lögmannsstofunni White & Case í London 2002-2007. Hafliði er kvæntur Catherine Alaguiry og eiga þau tvö börn.

Heiðar Örn Stefánsson hdl. hefur starfað hjá LOGOS frá því síðla árs 2007. Heiðar Örn er cand. jur. frá HÍ árið 2007 og varð hdl. sama ár. Hann var hjá lögmannsstofunni Pacta 2006-2007. Maki Heiðars er Ásgerður Þórunn Hannesdóttir.

Ólafur Kristinsson hdl. er fulltrúi í Reykjavík. Hann er cand. jur. frá Háskóla Íslands 1993 og stundaði framhaldsnám við Albert Ludwigs Universität, Freiburg im Breisgau, LL.M í Evrópu- og bankarétti 1996. Ólafur var fulltrúi héraðsdómara á Vestfjörðum 1996-1997, var hjá tekjuskattsskrifstofu RSK 1997-1999 og verkefnastjóri alþjóðasviðs RSK 1999-2001. Síðan verkefnastjóri hjá Deloitte hf. 2001-2004 og yfirverkefnastjóri frá 2004 þar til hann gekk til liðs við LOGOS lögmannsþjónustu síðla árs 2007.

Jón Eðvald Malmquist hdl. er fulltrúi í Reykjavík, kom til starfa hjá LOGOS á þessu ári. Hann er cand. jur. frá Háskóla Íslands 1999 og hdl. 2000. Hann starfaði hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga 1999-2000, Ríkisendurskoðun 2000-2005 og hjá samgönguráðuneytinu frá 2005 þar til hann gekk til liðs við LOGOS.

Jón Eðvald er kvæntur Guðrúnu Kristínu Rúnarsdóttur og eiga þau tvær dætur.

Jóhann Magnús Jóhannsson er fulltrúi í Reykjavík. Hann er mag. jur. frá Háskóla Íslands í ár, starfaði á ritstjórn Morgunblaðsins árið 2006 og hóf störf hjá LOGOS á þessu ári. Jóhann er í sambúð með Ylfu Jónsdóttur.

Stig Boe Krarup hóf störf sem fulltrúi hjá LOGOS í Kaupmannahöfn á þessu ári. Stig lauk námi frá South Texas College of Law í Bandaríkjunum árið 2000 og er cand. jur frá Háskólanum í Árósum 2002. Hann stundaði framhaldsnám í fjármálaráðgjöf hjá Niels Brock í Kaupmannahöfn 2008. Stig var hjá TDC A/S, 2002-2003, Plesner Svane Grønborg, 2003-2004, La Cour & Henriksen, 2004-2006, og Johan Schlüter lögmannsstofu 2006-2007.

Jonas Kristian Bovbjerg hóf einnig störf hjá LOGOS í Kaupmannahöfn á þessu ári. Jonas er cand. jur. frá Háskólanum í Árósum 1997. Hann var hjá Gorrissen Federspiel Kierkegaard 1997-2001, Carlsberg Breweries A/S, 2001-2007, og Johan Schlüter lögmannsstofu 2007. Jonas er kvæntur Lotte Hvidegaard. Þau eiga einn son og eiga von á dóttur.

Sunil Shah er lögmaður á skrifstofu LOGOS í London frá því fyrr á árinu. Sunil er með BSc.-gráðu í efnafræði frá King's College London 1995, Diploma í Legal Practice frá College of Law London 1997 og með málaflutningsréttindi í Englandi og Wales. Hann starfaði við College of Law í London 1997-1999, var hjá Rooks Rider Solicitors 1998-2000 og Speechly Bircham Solicitors 2000-2007. Sunil er kvæntur Alka Shah og eiga þau tvö börn.

Dhaval J. Sanghavi er sérfræðingur á skattasviði í London. Hann lauk námi við University of Mumbai, B.Com. 2002 og M.Com. 2004. Hann varð löggiltur endurskoðandi hjá The Institute of Chartered Accountants of India 2004. Framhaldsnám stundaði hann í alþjóðasköttun við Leiden University í Hollandi, LL.M 2005. Dhaval var hjá A.J. Shah & Co., löggiltum endurskoðendum 2000-2002, Jitendra Sanghavi & Co., löggiltum endurskoðendum 2002-2004, Sheltons, alþjóðaskattaráðgjöf 2005-2007 og gekk til liðs við LOGOS lögmannsþjónustu í júní 2007 en fluttist yfir á skrifstofu LOGOS í London í febrúar á þessu ári. Dhaval er kvæntur Tanvi Sanghavi.

Marta Margrét Ö. Rúnarsdóttir kemur á ný til starfa hjá LOGOS í Reykjavík í júní nk. en hún starfaði þar á síðasta ári. Hún útskrifaðist með BA-próf frá lagadeild Háskóla Íslands í júní 2006. Stundaði skiptinám við lagadeild Kaupmannahafnarháskóla haustið 2007. Var starfsnemi hjá dóms- og kirkjumálaráðuneyti og utanríkisráðuneyti sumarið 2006. Starfaði samhliða námi hjá lögfræðiráðgjöf Kaupþings banka haustið 2006 og vorið 2008. Aðstoðarkennari í námskeiðinu Almenn lögfræði við lagadeild Háskóla Íslands haustið 2006.