SKOSKI knattspyrnumaðurinn Barry Smith mun leika með Íslandsmeisturum Vals í sumar en varnarmaðurinn sterki hefur skrifað undir eins árs samning við Hlíðarendaliðið.

SKOSKI knattspyrnumaðurinn Barry Smith mun leika með Íslandsmeisturum Vals í sumar en varnarmaðurinn sterki hefur skrifað undir eins árs samning við Hlíðarendaliðið.

Smith, sem er 34 ára gamall, hefur leikið með Valsmönnum tvö undanfarin ár og hefur verið kjölfestan í vörn liðsins en Smith varð bikarmeistari með Val fyrsta árið sem hann lék með liðinu og Íslandsmeistari á síðustu leiktíð þar sem Valur hampaði titlinum í fyrsta sinn í 20 ár. Samningur Smiths við Valsmenn rann út um áramótin og settu FH-ingar sig í samband við hann og buðu honum tveggja ára samning en á síðustu stundu drógu þeir tilboð sitt til baka.

Smith samdi við skoska 1. deildarliðið Morton í janúar og lék með því til loka mars en hann er væntanlegur til landsins á næstu dögum. Hann gæti þó misst af fyrstu leikjum Íslandsmeistaranna þar sem hann er að jafna sig eftir meiðsli.