Indverjinn Shri Mataji Nirmala Devi er upphafsmaður Sahaja-jóga. Hún hefur haldið þúsundir fyrirlestra frá árinu 1970 og kennt milljónum manna að tileinka sér þessa hugleiðsluaðferð.
Indverjinn Shri Mataji Nirmala Devi er upphafsmaður Sahaja-jóga. Hún hefur haldið þúsundir fyrirlestra frá árinu 1970 og kennt milljónum manna að tileinka sér þessa hugleiðsluaðferð. Hún fæddist árið 1923 í Chindwara, nam læknisfræði og tók þátt í sjálfstæðisbaráttu Indlands á námsárum sínum. Hún hefur jafnframt stofnað og sett á laggirnar fjölda hjálpar- og hjúkrunarstofnana. Shri Mataji hlaut Friðarverðlaun Sameinuðu þjóðanna árið 1989 og hefur verið tilnefnd til friðarverðlauna Nóbels fyrir störf sín.