Sigríður Ingibjörg Sveinsdóttir, húsfreyja á Deplum í Fljótum, fæddist í Haganesi í Fljótum 8. maí 1931. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar hinn 17. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sveinn Stefánsson, f. 5. mars 1895, d. 1953, og Lilja Svanfríður Kristjánsdóttir, f. 4. desember 1906, d. 1977. Systkini Sigríðar eru: a) Ásta, f. 1930. b) Jórunn Helga, f. 1935, maki Magnús Örn Óskarsson, f. 1938. Þau eiga tvær dætur og fyrir átti Jórunn einn son. Barnabörn Jórunnar eru sex. c) Sveinn, f. 1937. d) Karólína Erla, f. 1946, dóttir hennar er Helga Björk Magnúsdóttir, f. 1968. e) Ása Björk, f. 1948, maki Steinar Guðmundsson, f. 1947, eiga þau þrjá syni og sex barnabörn.

Maki Sigríðar var Ástvaldur Kristján Hjálmarsson, bóndi á Deplum í Fljótum og víðar, f. 13. júní 1921, d. 4. október 2002. Börn Sigríðar og Ástvaldar eru: 1) Haukur, búsettur á Deplum í Fljótum, f. 25. september 1950, maki Sigurlína Kristinsdóttir, f. 1958. Börn þeirra eru: a) Sigríður Ásta, f. 1978, synir hennar Árni Eyfjörð Friðriksson, f. 1999, og Ástvaldur Eyfjörð Friðriksson, f. 2002, b) Kristrún Heiða, f. 1979, maki Andri Gunnarsson, f. 1980, og c) Hugrún Lilja, f. 1990. 2) Sveinn, búsettur á Siglufirði, f. 25. mars 1953, maki Sigríður Skarphéðinsdóttir, f. 1955. Með Guðbjörgu Benjamínsdóttur eignaðist Sveinn a) Jón Svan, f. 1977, maki Margrét Baldvinsdóttir, f. 1979, börn þeirra eru Sveinn Máni, f. 1998 og Guðbjörg Amelía, f. 2002, b) Ingimar, f. 1979, dóttir hans er Árný Stefanía, f. 2002. Maki Ingimars er Hulda Björnsdóttir, f. 1986, og eiga þau saman dótturina Snædísi Eir, f. 2008. Sonur Sveins og Sigríðar er c) Sigurður Hrannar, f. 1993. Sigríður á auk þess Skarphéðinn Fannar Jónsson, f. 1977, maki Guðrún Sif Guðbrandsdóttir, f. 1982, börn þeirra Guðbrandur Elí, f. 2000, og Sigríður Birta, f. 2006. 3) Kári, bóndi á Bakka í Ólafsfirði, f. 11. júlí 1956, d. 15. janúar 2004, maki Annetta María Norbertsdóttir, f. 1968, hún á tvö börn. 4) Reynir, búsettur í Keflavík, f. 7. ágúst 1957, börn hans og Guðrúnar Jónu Sigurðardóttur eru: a) Sóley, f. 1982, maki Tom Brannigan. Dóttir þeirra Iris Onida, f. 2007. Sóley á auk þess börnin Sindra Snæ Jónsson, f. 2000 og Tinnu Karen Jónsdóttur, f. 2003, b) Harpa María, f. 1986, sonur hennar er Kári Freyr Ólafsson, f. 2004, c) Ingi Þór, f. 1987, d) Reynir Gunnar, f. 1988, d. 1988, e) Ástvaldur Kristján, f. 1989. 5) Lilja, búsett á Siglufirði, f. 30. desember 1960, maki Pétur Bjarnason, f. 1958. Dætur þeirra Hanna Guðrún, f. 1987, Hafey Björg, f. 1990, og Halldóra Freyja, f. 1994. 6) Sigurjóna, búsett í Garðabæ, f . 29. september 1966, maki Bjarni Kristinn Stefánsson, f. 1963, dætur þeirra Ásta, f. 1988, og María, f. 1996. 7) Kristján, búsettur á Selfossi, f. 20. júlí 1974, maki Sylvía Dröfn Eðvaldsdóttir, f. 1975. Eiga þau saman Katrínu Ósk, f. 2002. Fyrir átti Sylvía Sunnu Mjöll Albertsdóttur, f. 1992 og Fannar Andra Albertsson, f. 1993. Útför Sigríðar verður gerð frá Barðskirkju í Fljótum í dag og hefst athöfnin klukkan 14.

Enginn veit ævina sína á enda,

misblítt og margháttað lífið um sinn.

Hinstu kveðjuna þér ég vil senda,

þannig þú vitir hver hugur er minn.

Hugljúfar minningar mínar streyma,

ástkæra amma mín sofðu nú vært.

Alltaf í huga skal minningar geyma,

það sem að okkar á milli var kært.

Kinnarnar heitar og rennandi tárin,

söknuður sár og hjarta mitt hljótt.

Hjartkæra nafna hafðu þökk fyrir árin,

elskleg amma mín hvíldu nú rótt.

Þín

Sigríður Ásta Hauksdóttir.