Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson | 24. júlí Stóryrðaframkvæmdir Mikið er það undarleg árátta hjá sumu ungu fólki að nota stór orð. Þá meina ég megastór og vandmeðfarin orð.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson | 24. júlí

Stóryrðaframkvæmdir

Mikið er það undarleg árátta hjá sumu ungu fólki að nota stór orð. Þá meina ég megastór og vandmeðfarin orð. Þegar ég skoða aðgerðir fólks sem stendur að og á bak við Saving Iceland, rekst ég á slagorð hjá þeim eins og þjóðarmorð og War Crimes, sem notuð eru til að mótmæla iðnaðarframkvæmdum á Íslandi....

Svona stóryrðaframkvæmdir segir mér að þetta fólk sé ef til vill siðferðislega brenglað. Þjóðarmorð eru t.d. framin í Súdan, en ekki sé ég þessi ungmenni þar. Það er hins vegar auðvelt að kaupa sér miða frá London eða Amsterdam til að öskra eitthvað úti í náttúrunni á Íslandi. Green Front (Groen Front), Earth First og aðrar erlendar hreyfingar sem hafa fengið Ísland á heilann, eru fámennur hópur öfgakennds fólks, sem fyrir utan baráttu fyrir náttúru styður gjarnan verstu öfgarnar í löndum þar sem stríðsástand er. Fólk sem styður málstað Hamas, Hizbollah og skilur al-Qaeda, talar oft líka mikinn um lýðræðið, frelsið og móður jörð.... postdoc.blog.is