*Í þeim hremmingum sem tónleikahaldarar hafa gengið í gegnum á síðustu mánuðum og jafnvel árum kemur óneitanlega nokkuð skemmtilega á óvart að uppselt var á tónleika Buena Vista Social Club og vel það.

*Í þeim hremmingum sem tónleikahaldarar hafa gengið í gegnum á síðustu mánuðum og jafnvel árum kemur óneitanlega nokkuð skemmtilega á óvart að uppselt var á tónleika Buena Vista Social Club og vel það. Ekki er bara að tónleikarnir voru haldnir í miðri viku og á óhefðbundnum tónleikastað (Vodafone-höllinni) heldur var líka um að ræða hljómsveit sem misst hefur sínar helstu stjörnur á undanförnum árum og hefur að auki komið hingað áður.

Af þessu má það læra að enn er talsverður áhugi á kúbverskri tónlist hér á landi og að fólk er til í að fara á tónleika ef rétta tónlistin er í boði og eins ef miðaverð er skaplegt, en miðarnir kostuðu mun minna en miðar til dæmis á tónleika Bob Dylans, Paul Simons og John Fogertys, svo dæmi séu tekin af tónleikum sem gengu miður vel.