Bjarni Sigþór Sigurðsson
Bjarni Sigþór Sigurðsson
Íslandsmótið í höggleik byrjaði ekki gæfulega hjá þeim félögum úr GR , Björgvini Smára Kristjánssyni og Jóni Guðmundssyni .

Íslandsmótið í höggleik byrjaði ekki gæfulega hjá þeim félögum úr GR , Björgvini Smára Kristjánssyni og Jóni Guðmundssyni . Þegar þeir slógu fyrsta högg á fyrsta teig fengu þeir nefnilega fjögur högg í víti hvor um sig fyrir að nota golfbíl er þeir léku æfingahringinn daginn áður. Björgvin lék fyrstu holuna á fjórum höggum, eða pari, en varð að skrifa 8 högg á hana og Jón skrifaði 9 á sitt skorkort.

B jarni Sigþór Sigurðsson , GS , var fyrsti kylfingur á teig á Íslandsmótinu og sló fyrsta hött mótsins klukkan 7.30 í gær. Áður hafði Elliði Vignisson bæjarstjóri slegið upphafshögg mótsins og „svínhitt“. Áhöld voru um hver átti besta upphafshögg dagsins.

Áttunda holan er sú auðveldasta á vellinum en hún fór misvel í menn í gær. Þrír kylfingar, Sigurður Árni Þórðarson, GR , heimamaðurinn Hörður Orri Grettisson og Ari Magnússon, GKG , fengu allir örn (-2) á þessa 247 metra löngu par 4 holu. 32 kylfingar fengu fugl (-1), þar af þrír úr kvennaflokki, þær Nína Björk Geirsdóttir, GKj, og Keiliskonurnar Guðrún Brá Sigurbergsdóttir og Tinna Jóhannsdóttir . Þrír léku holuna á 8 höggum, tveir á sex og restin á pari.

Svo virðist sem golfíþróttin gangi í erfðir og eru fjölmörg dæmi um slíkt á Íslandsmótinu að þessu sinni. Sem dæmi má nefna að dóttir Íslandsmeistarans Björgvins Sigurbergssonar, Guðrún Brá er að keppa í kvennaflokki „og fékk fugl á áttundu eins og karlinn!“ sagði Björgvin í gær. Dóttir annars Íslandsmeistara, Sigurðar Péturssonar , Hanna Lilja, er einnig að keppa í kvennaflokki, og sonur hans, Pétur Óskar , er meðal keppenda í karlaflokki.

Afi og amma Eyglóar Myrru búa í Eyjum og segist hún spila mikið þar og að völlurinn sé eiginlega hennar annar heimavöllur.

Í hnotskurn
» Eftir daginn í dag verður keppendum fækkað í karlaflokki þannig að 72 efstu halda áfram keppni og ef einhver, eða einhverjir, eru jafnir þeim sem er í 74. sæti fær hann/þeir að halda áfram líka. Allir sem eru 10 höggum eða minna á eftir þeim sem er í fyrsta sæti fá alltaf að halda áfram, óháð hversu margir það eru.