Tapslagastýring. Norður &spade;K87 &heart;Á2 ⋄Á63 &klubs;Á9842 Vestur Austur &spade;D9832 &spade;ÁG10 &heart;D95 &heart;KG108643 ⋄74 ⋄2 &klubs;DG6 &klubs;105 Suður &spade;64 &heart;7 ⋄KDG10985 &klubs;K73 Suður spilar 5⋄.

Tapslagastýring.

Norður
K87
Á2
Á63
Á9842
Vestur Austur
D9832 ÁG10
D95 KG108643
74 2
DG6 105
Suður
64
7
KDG10985
K73
Suður spilar 5.

Norður opnar á sterku grandi og austur stekkur í 3. Hindrunin setur suður í vanda en líklega er best að dobla neikvætt til að halda 3G inni í myndinni. Suðri leist hins vegar ekki á doblið með sjölitinn í tígli og sagði 4. Norður reyndi við slemmu með 4, fékk dræmar undirtektir og sagnir féllu niður í 5. Hvernig er best að spila með 5 út?

Suður hefur þegar tapað sagnbaráttunni og ef hann drepur á Á þá tapar hann líka í úrspilinu. Spaðaásinn liggur í austur og vestur mun alltaf komast inn á lauf til að þruma spaða í gegnum kónginn. Þetta spil er gott dæmi um tapslagastýringu. Með því að gefa austri fyrsta slaginn á hjarta verður hægt að halda vestri úti í kuldanum. Sagnhafi hendir síðar laufi í Á og fríar lauflitinn með trompun.