Nóg verður um að vera fyrir yngstu kynslóðina á þjóðhátíð. Brúðubíllinn kemur í heimsókn, barnadagskrá verður á Tjarnarsviði og hljómsveitin Dans á rósum stendur fyrir söngvakeppni barna á föstudegi og barnaballi um miðjan dag á laugardag og sunnudag.

Nóg verður um að vera fyrir yngstu kynslóðina á þjóðhátíð. Brúðubíllinn kemur í heimsókn, barnadagskrá verður á Tjarnarsviði og hljómsveitin Dans á rósum stendur fyrir söngvakeppni barna á föstudegi og barnaballi um miðjan dag á laugardag og sunnudag.

Spennandi að mæta á æfingu

Um leið og opnað var fyrir skráningu í söngvakeppnina fylltist listinn en 27 atriði eru á dagskrá. Krakkarnir eru frá 4 til 13 ára og fá þau eina æfingu með hljómsveitinni fyrir keppni þar sem atriðið er fínpússað. Þórarinn Ólason, söngvari Dans á rósum, segir að í gegnum tíðina hafi sér sýnst að krakkarnir fái ekki síður mikið út úr því að mæta á hljómsveitaræfingu en að koma fram á stóra pallinum. Krakkarnir velja sér ýmis lög til að syngja en einna eftirminnilegast segir Þórarinn hafa verið þegar ungur drengur gerði sér lítið fyrir í fyrra og söng lagið Frostaveturinn mikli með Hvanndalsbræðrum og ung stúlka hafi eitt árið sungið öll erindin í Göllavísum utanbókar.

Allir vinna

„Þetta er hluti af hátíðinni hjá mörgum krökkum og við leggjum áherslu á það að allir vinna. Þannig er einn í fyrsta sæti en allir hinir í öðru sæti og við tökum niður heimilisföng hjá krökkunum og sendum þeim öllum viðurkenningarskjal eftir hátíðina,“ segir Þórarinn. maria@24stundir.is