Í göngin Sumir eru ósáttir við gjaldskrána og láta það bitna á starfsfólki.
Í göngin Sumir eru ósáttir við gjaldskrána og láta það bitna á starfsfólki. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
BORIÐ hefur á dólgslátum og dónaskap í garð starfsfólks Spalar við Hvalfjarðargöngin. Einkum eru það bílstjórar með vagna og hjólhýsi sem skeyta skapi sínu á starfsfólki.

BORIÐ hefur á dólgslátum og dónaskap í garð starfsfólks Spalar við Hvalfjarðargöngin. Einkum eru það bílstjórar með vagna og hjólhýsi sem skeyta skapi sínu á starfsfólki.

Viðskiptavinir upp til hópa kurteisir og elskulegir

Á heimasíðu Spalar segir að viðskiptavinir félagsins séu upp til hópa kurteisir og elskulegir í alla staði. Þó komi það reglulega fyrir að menn séu illa fyrir kallaðir og láti það þá bitna á starfsfólki Spalar, bæði vaktmönnum í gjaldskýlinu og þeim sem svara í síma á skrifstofu félagsins á Akranesi. Nokkur slík atvik komu upp í fyrrasumar og hefur sagan endurtekið sig í ár.

Orðbragðið sem sumir vegfarendur viðhafa er sagt óbirtingarhæft og Spölur mælist til þess að menn dragi djúpt andann, bíti í tunguna á sér og komi sjónarmiðum sínum frekar á framfæri við ráðamenn Spalar á Akranesi.