UM 39% ökumanna aka yfir hámarkshraða í Kópavogi meðan aðeins 9% gerast sekir um of hraðan akstur í Mosfellsbæ. Þetta sýna mælingar sem umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur gert undanfarna mánuði með ómerktri lögreglubifreið, sem búin er myndavélabúnaði. Mælingarnar fóru fram á virkum dögum í íbúðahverfum og á stöðum þar sem hraðakstur hefur þótt mikill eða slys og óhöpp tíð.
Á flestum svæðunum var brotahlutfall á bilinu 15-30%.
Það er mat lögreglu að í þeim tilvikum þar sem brotahlutfall var hátt þurfi að meta hvort gera þurfi ráðstafanir til að koma í veg fyrir hraðakstur á þeim vegaköflum sem mældir voru. haa@mbl.is