— Morgunblaðið/hag
UM 120 manns, ásamt átta hundum, voru við leit í gær að erlenda karlmanninum, sem sást ganga nakinn ofarlega í hlíðum Esjunnar. Þegar Morgunblaðið fór í prentun var hann enn ekki fundinn og stóð til að halda leitinni áfram í dag.

UM 120 manns, ásamt átta hundum, voru við leit í gær að erlenda karlmanninum, sem sást ganga nakinn ofarlega í hlíðum Esjunnar. Þegar Morgunblaðið fór í prentun var hann enn ekki fundinn og stóð til að halda leitinni áfram í dag.

Sökum sviptivinda og slæmra aðstæðna seint í gærkvöldi þurftu þyrlur að hætta leit. Olli það leitarmönnum áhyggjum hve kalt var orðið.

Tvær konur sáu til mannsins þar sem hann gekk nakinn ofarlega í fjallinu um hádegisbilið í gær. Föt mannsins fundust neðan við Þverfellshorn í um 200 metra hæð. Sömuleiðis fundust þar skilríki og bíll hans fannst á bílastæðinu við rætur fjallsins.