SKIPULAGSSTOFNUN barst í gær tillaga Landsvirkjunar að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum Kröfluvirkjunar II. Um er að ræða allt að 150 MWe jarðhitavirkjun við Kröflu í Skútustaðahreppi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá stofnuninni.

SKIPULAGSSTOFNUN barst í gær tillaga Landsvirkjunar að matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrifum Kröfluvirkjunar II. Um er að ræða allt að 150 MWe jarðhitavirkjun við Kröflu í Skútustaðahreppi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá stofnuninni.

Skipulagsstofnun hefur leitað umsagnar Skútustaðahrepps, Ferðamálastofu, Fornleifaverndar ríkisins, Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra, iðnaðarráðuneytis, Orkustofnunar og Umhverfisstofnunar. Stefnt er að því að ákvörðun Skipulagsstofnunar um tillögu framkvæmdaaðila að matsáætlun muni liggja fyrir 22. ágúst 2008.

Allir geta kynnt sé tillöguna og lagt fram athugasemdir. Hægt er að skoða hana hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166 í Reykjavík.