Demantsbrúðkaup eiga í dag Anna Hafliðadóttir og Árni Helgason frá Neðri-Tungu. 60 ár eru síðan Anna og Árni voru gefin saman í Breiðavíkurkirkju, Anna 21 árs og Árni 26 ára.

Demantsbrúðkaup eiga í dag Anna Hafliðadóttir og Árni Helgason frá Neðri-Tungu.

60 ár eru síðan Anna og Árni voru gefin saman í Breiðavíkurkirkju, Anna 21 árs og Árni 26 ára. Leiðir þeirra lágu fljótt saman þar sem þau voru uppalin í sömu sveit og fóru snemma að gefa hvort öðru auga.

Eftir brúðkaup hófu þau búskap á Hvallátrum í félagi við foreldra Önnu. Árið 1950 festu þau kaup á jörðinni Neðri-Tungu í Örlygshöfn og bjuggu þau þar til ársins 1980. Undanfarin ár hafa Anna og Árni búið á Patreksfirði.

Ávöxtur hjónabands þeirra eru 9 börn, talin frá vinstri; Ólafur, Rúnar, Helgi, Ásbjörn Helgi, Halldór, Hafliði, Jón, Erna og Dómhildur. Afkomendur þeirra telja nú 34 barnabörn og 20 barnabarnabörn eða 63 beinir afkomendur.

Í dag eyða Árni og Anna deginum með börnum sínum í átthögum þeirra fyrir vestan.