Færeyski bankinn Eik banki tapaði 16 milljónum danskra króna á fyrri hluta þessa árs, en það jafngildir um 270 milljónum íslenskra króna.

Færeyski bankinn Eik banki tapaði 16 milljónum danskra króna á fyrri hluta þessa árs, en það jafngildir um 270 milljónum íslenskra króna.

Á sama tíma í fyrra skilaði félagið hagnaði upp á 206 milljónir danskra króna, sem gerir um 3,3 milljarða íslenskra króna.

Vaxtatekjur nær tvöfölduðust milli ára og námu 663 milljónum, vaxtagjöld tvöfölduðust einnig og voru um 384 milljónir danskra króna. srb