Í SUMAR stendur Tónlistarfélag Ísafjarðar fyrir dagskrá í menningarhúsinu Hömrum, undir yfirskriftinni Sumar í Hömrum .
Í SUMAR stendur Tónlistarfélag Ísafjarðar fyrir dagskrá í menningarhúsinu Hömrum, undir yfirskriftinni
Sumar í Hömrum
. Í kvöld, föstudagskvöld, klukkan 20 opnar rúmenski ljósmyndarinn Octavian Balea sýningu á verkum sínum, undir yfirskriftinni
Engill og brúða
. Uppistaðan er myndir sem tengjast Goldberg-tilbrigðum Bachs. Finnski harmóníkuleikarinn Terhi Sjöblom kemur fram á opnuninni en á morgun klukkan 16.00 heldur hún tónleika í Hömrum. Aðgangur er ókeypis en listafólkið hlaut styrk úr Norræna menningarsjóðnum til Íslandsferðarinnar.