Rannveig Guðmundsdóttir Hefur ekki getað hætt að mála.
Rannveig Guðmundsdóttir Hefur ekki getað hætt að mála. — Morgunblaðið/Frikki
Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is „ÉG ER búin að lenda í ýmsu og lífið hefur ekki alltaf verið auðvelt. En fyrir fimm árum tók ég upp pensil í fyrsta sinn og eitthvað gerðist. Ég fann mig í málaralistinni og hef verið að mála stanslaust...

Eftir Ásgeir Ingvarsson

asgeiri@mbl.is

„ÉG ER búin að lenda í ýmsu og lífið hefur ekki alltaf verið auðvelt. En fyrir fimm árum tók ég upp pensil í fyrsta sinn og eitthvað gerðist. Ég fann mig í málaralistinni og hef verið að mála stanslaust síðan.“

Þannig segir Ragnheiður Guðjónsdóttir blaðamanni frá því hvernig hún byrjaði að mála. Ragnheiður, eða Ranný eins og hún er oftast kölluð, hefur opnað sýningu á verkum sínum í Kaffi Hljómalind þar sem gefur að líta 35 verk eftir listakonuna.

„Þetta gerðist þannig að mig vantaði eitthvað upp á veggina hjá mér. Ég fékk þá hugmynd að prufa að mála eitthvað sjálf og hef síðan ekki getað hætt,“ segir Ragnheiður.

Verkin á sýningunni spanna þróun hennar sem listamanns síðustu fimm árin en Ranný segir ekki miklar meiningar í list sinni. „Gegnum myndirnar fæ ég útrás og ró. Myndefnið spannar vítt svið, allt frá rómantískum myndum upp í abstrakt. Ég mála eitt í dag en annað á morgun. Myndirnar sýna hvernig ég upplifi lífið í núinu,“ segir hún. „Það sem ég vil gera er bara að sýna af einlægni það sem ég er búin að vera að fást við síðustu fimm ár.“

Sýningin í Hljómalind er sölusýning. Í september heldur Ranný sýningu í verslun Valhúsgagna.