Danska húsgagnaverslunarkeðjan Ilva, sem er í eigu Rúmfatalagersins, hefur hætt starfsemi í Bretlandi og verið tekið til gjaldþrotaskipta. Breskir fjölmiðlar segja að um 400 starfsmenn muni missa vinnuna þegar verslunum verður lokað.

Danska húsgagnaverslunarkeðjan Ilva, sem er í eigu Rúmfatalagersins, hefur hætt starfsemi í Bretlandi og verið tekið til gjaldþrotaskipta. Breskir fjölmiðlar segja að um 400 starfsmenn muni missa vinnuna þegar verslunum verður lokað. Fjárfestingarsjóðurinn Advent International keypti Ilva árið 2003 en gafst upp í mars á síðasta ári, aðallega vegna mikils taps á rekstrinum í Bretlandi. Kaupþing yfirtók fyrirtækið og seldi Rúmfatalagernum það í ágúst. srb