J.K. Rowling
J.K. Rowling
ÞAÐ kann að koma á óvart en samkvæmt Forbes-tímaritinu, sem birtir reglulega yfirlit um efnaðasta fólkið, var það rithöfundur sem þénaði mest allra á listum tímaritsins á liðnu ári.

ÞAÐ kann að koma á óvart en samkvæmt Forbes-tímaritinu, sem birtir reglulega yfirlit um efnaðasta fólkið, var það rithöfundur sem þénaði mest allra á listum tímaritsins á liðnu ári. Rithöfundurinn sem um ræðir hefur reyndar ekki notið neinnar venjulegrar velgengni, en um J.K. Rowling, höfund bókanna um Harry Potter, er að ræða.

Bækur Rowling um galdrastrákinn í Hogwartskóla hafa selst í 375 milljónum eintaka og lokabók ritraðarinnar, Harry Potter og Dauðadjásnin , hefur selst í 44 miljónum eintaka síðan hún kom út í júlí í fyrra. Rowling þénaði um 300 milljónir dala á árinu, eða um 24 milljarða. Gerði hún þar betur en þáttastjórnandinn Oprah Winfrey sem þénaði um 275 milljónir dala.