[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
„ Guli hanskinn er hvarvetna nauðsynlegur enda tryggir hann ávallt gott stuð,“ segir Óttarr Proppé sem setur hér saman gátlista fyrir þjóðhátíð.

Guli hanskinn er hvarvetna nauðsynlegur enda tryggir hann ávallt gott stuð,“ segir Óttarr Proppé sem setur hér saman gátlista fyrir þjóðhátíð. „Hanskinn kemur sér vel ef maður þarf að veifa í myrkri og svo er hægt að nota hann sem svefnpoka í neyð, þ.e.a.s. ef maður er nógu nettur og slank.“

„Lopapeysa er smart og kemur sér alltaf vel fyrir þá sem eru ekki þeim mun loðnari á bringunni. Góð peysa getur líka villt um fyrir ísbjörnum ef þeir skríða á land: „Er þetta bráð eða einn af okkur?““

„Sjóhattur , páfagaukur og staurfótur eru viðeigandi búnaður í verstöð Íslands. Ef illa fer getur maður sent páfagaukinn á haf út eftir fiskmeti, kveikt upp í fætinum og soðið sér sjávarréttasúpu í hattinum.“

„Guðir tónlistarinnar mæta alltaf með aukavakt á þjóðhátíð. Því þykir mér sjálfum gott að hafa

píanó og Hrafn Thoroddsen við höndina til lagasmíða. Þeir sem hafa minna pláss geta bjargað sér með kassagítar eða blokkflautu . Hrafn er oftast til í tuskið ef maður biður hann fallega.“

dista@24stundir.is