Bergur Sigurðsson framkvæmdastjóri Landverndar segir málflutning Kristjáns Möllers samgönguráðherra um Dettifossveg í 24 stundum í gær vera villandi. „Hann vísar í meingallað samráðsferli vegna áforma um Dettifossveg.

Bergur Sigurðsson framkvæmdastjóri Landverndar segir málflutning Kristjáns Möllers samgönguráðherra um Dettifossveg í 24 stundum í gær vera villandi. „Hann vísar í meingallað samráðsferli vegna áforma um Dettifossveg. Af málsgögnum er ljóst að Öxarfjarðarhreppur og Kelduneshreppur vildu uppbyggðan veg austan Jökulsár á Fjöllum rétt eins og fulltrúi Náttúruverndar ríkisins en ekki austan eins og ráðherra segir alla hafa samþykkt.“ Þá segir Bergur að Kristján setji ekki fyrir sig efnisatriði umhverfismatsins sem hann vísar til. „Ekki þarf að kafa djúpt í matsgögnin til þess að sjá að framkvæmdin fær falleinkunn hjá Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun.“ elias@24stundir.is