Um hundrað starfsmenn kjarnorkuversins í Tricastin í Suður-Frakklandi urðu fyrir geislun þegar leki varð í einum kjarnakljúfi versins. Loft hlaðið geislavirkum ögnum slapp úr kljúfi sem ekki var í gangi.

Um hundrað starfsmenn kjarnorkuversins í Tricastin í Suður-Frakklandi urðu fyrir geislun þegar leki varð í einum kjarnakljúfi versins. Loft hlaðið geislavirkum ögnum slapp úr kljúfi sem ekki var í gangi.

Þetta er fjórða óhappið sem verður í frönsku kjarnorkuveri undanfarnar vikur – og annað óhappið í Tricastin.

„Okkar helsta áhyggjuefni er ekki magn geislunarinnar, heldur hversu margt fólk varð fyrir henni,“ segir Caroline Muller, talskona orkusamsteypunnar EDF. aij