Mæður geta kennt börnum að meta uppáhaldsmatinn sinn áður en þau byrja sjálf að borða hann.

Mæður geta kennt börnum að meta uppáhaldsmatinn sinn áður en þau byrja sjálf að borða hann. Hafa vísindamenn við Kaupmannahafnarháskóla komist að því að með því að borða ákveðinn mat fyrir brjóstagjöf geti konur útbúið nokkurs konar mjólkurhristing fyrir hvítvoðunga.

Vísindamennirnir komust að því að auðvelt væri að læða bragði af banönum, mentóli og lakkrís í mjólkina.

Lakkrísbragðið náði hámarki tveimur stundum eftir að lakkríssins var neytt, en bananabragðsins gætti aðeins í klukkustund. Mentólkeimur var af mjólk í átta klukkustundir eftir neyslu. aij