ÞESSAR litaglöðu stelpur röltu um miðborg Reykjavíkur í gær. Þá var rigning með köflum og er veðurspáin lítt betri fyrir helgina fyrir þá sem ætla að dveljast sunnanlands.
ÞESSAR litaglöðu stelpur röltu um miðborg Reykjavíkur í gær. Þá var rigning með köflum og er veðurspáin lítt betri fyrir helgina fyrir þá sem ætla að dveljast sunnanlands. Spáð er rigningu víða sunnan- og vestanlands á morgun en þurru og björtu veðri fyrir norðan og austan, allt að 23 stigum fyrir norðan. Á sunnudag verður austan- og suðaustanátt, léttskýjað fyrir norðan og austan. Áfram verður væta sunnan- og vestanlands.