[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Gæði afþreyingarefnis eru misjöfn og sjálfsagt persónubundið hvað telst gott afþreyingarefni. Sé hins vegar horft á það algjörlega ógagnrýnið er hugurinn móttækilegur fyrir öllum þeim duldu jafnt sem óduldu skilaboðum sem í efninu finnast.

Gæði afþreyingarefnis eru misjöfn og sjálfsagt persónubundið hvað telst gott afþreyingarefni. Sé hins vegar horft á það algjörlega ógagnrýnið er hugurinn móttækilegur fyrir öllum þeim duldu jafnt sem óduldu skilaboðum sem í efninu finnast. Þetta vita framleiðendur og nýta sér, eins og kosningaherferð Boston Legal með Barack Obama, þar sem slagorðum Obama var laumað í bakgrunninn, ber með sér.

Einmitt vegna allra neikvæðu skilaboðanna sem laumað er inn í svona þætti, svo sem karlrembu, æskudýrkun og fordómum fyrir múslímum, er gaman að sjá þetta vald notað til að koma málefnum á dagskrá.

Er þetta oft gert með því að láta aðalhetjuna berjast við sjúkdóm en yfirleitt er valinn frekar þekktur sjúkdómur, t.d. Alzheimer, sem hrjáð getur bæði kynin, ekki síst vegna þess að aðalhetjan er oft karl.

Það verður því að teljast sérstakt að í hinum bandaríska lögregluþætti The Closer, þar sem aðalhetjan er kona, sé farið beint í hið allra heilagasta, frjósemina. Þegar henni líður skyndilega illa er fyrst talið að hún sé komin á breytingaskeiðið, langt fyrir aldur fram, en síðan er hún greind með PCOS og fjallað náið um blöðrur á eggjastokkum. Í miðju morðmáli.