EIK Bank tapaði 16 milljónum danskra króna eftir skatta á fyrri helmingi þessa árs eða um 270 milljónum íslenskra króna. Þetta er verulega verri afkoma en á sama tímabili í fyrra en þá var hagnaður bankans um 206 milljónir danskra króna.

EIK Bank tapaði 16 milljónum danskra króna eftir skatta á fyrri helmingi þessa árs eða um 270 milljónum íslenskra króna. Þetta er verulega verri afkoma en á sama tímabili í fyrra en þá var hagnaður bankans um 206 milljónir danskra króna.

Í tilkynningu frá Eik Bank segir að skoða beri afkomuna í ljósi þess að um 52 milljónir danskra króna niðurfærsla á eigin bréfum er færð yfir rekstrarreikning , samkvæmt færeyskum lögum, en ekki færð sem lækkun á eigin fé eins og víða sé gert. gretar@mbl.is