„Við ætlum að baka um 250 flatkökur, nokkur brauð, kleinur, muffins fyrir krakkana og þá erum við alltaf með brauðtertur og hnallþórur á föstudeginum eftir setninguna,“segir Inga Fríða Hjálmarsdóttir sem er byrjuð að undirbúa þær veitingar sem hún ætlar að bjóða upp á í hvíta tjaldi fjölskyldunnar. „Við erum 12 í fjölskyldunni og við hjálpumst öll að við að útbúa kræsingarnar og skreyta tjaldið.“
Inga Fríða segist ekki munu steikja flatkökurnar í einni lotu heldur yfir nokkra daga. „Ég steiki þær á lausri hellu úti í bílskúr,“ segir hún og bætir við að ekki sé erfitt að útbúa flatkökurnar. „Að hnoða og fletja út er helsta verkið,“ bætir hún við.
Flatkökur Ingu Fríðu
*5 bollar haframjöl
*1 1/2 teskeið hjartarsalt (hrært út í vatni)
*1 ½ teskeið salt
*2 lítrar soðið vatn (heitt)
Þessi uppskrift dugar í 50 kökur. Kökurnar eru bakaðar á hellu á og gott er að nota hanska þegar deigið er hnoðað.
dista@24stundir.is