Eiður Smári Guðjohnsen
Eiður Smári Guðjohnsen
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Eiður Smári Guðjohnsen skoraði tvö af sex mörkum Barcelona þegar liðið lagði Hibernian í æfingaleik, 6:0, í Edinborg í gærkvöld. Eiður Smári kom Börsungum yfir á 8. mínútu og skoraði síðan aftur á 17.

E iður Smári Guðjohnsen skoraði tvö af sex mörkum Barcelona þegar liðið lagði Hibernian í æfingaleik, 6:0, í Edinborg í gærkvöld. Eiður Smári kom Börsungum yfir á 8. mínútu og skoraði síðan aftur á 17. mínútu en tveimur mínútum áður hafði Lionel Messi komið Barcelona í 2:0. Eiður Smári var í byrjunarliðinu og lék fram í miðjan síðari hálfleik þegar Aliaksandr Hleb kom inn fyrir hann í sínum fyrsta leik með Barcelona. Pedrito, Bojan og Yaya Touré skoruðu þrjú síðari mörk liðsins.

KFÍ á Ísafirði hefur borist góður liðsstyrkur fyrir átökin í 1. deild karla í körfuknattleik næsta vetur því félagið hefur fengið til sín Bandaríkjamanninn Craig Shoen . Shoen er örvhentur leikstjórnandi og hefur leikið í KBDL-deildinni undanfarin ár þar sem hann var valinn leikmaður ársins tvö síðustu ár.

Erdzan Beciri , knattspyrnumaður frá Slóveníu , kom í gær til reynslu hjá HK . Beciri er 22 ára varnarmaður og lék með Livar Gorica í efstu deild í heimalandi sínu síðasta vetur en áður með Maribor í Slóveníu, Polonija í Póllandi og Kaposvolyge í Ungverjalandi . Hann á að baki fjölda leikja með yngri landsliðum Slóveníu.

B erglind Pétursdóttir , fimleikadómari, verður varadómari á Ólympíuleikunum í Peking . Berglind hefur verið í fremstu röð dómara í heiminum og var meðal dómara á Ólympíuleikunum í Aþenu í Grikklandi fyrir fjórum árum.

Sænskur knattspyrnumaður, Christian Hemberg , er kominn til liðs við 1. deildarlið KS/Leifturs . Hemberg er 26 ára sóknar- eða miðjumaður og hefur spilað með Raufoss í Noregi í hálft annað ár en lék ár áður í átta ár með Örgryte í Svíþjóð , lengst af í úrvalsdeildinni. Hann spilaði tvo landsleiki fyrir Svíþjóð árið 2001, vináttuleiki gegn Færeyjum og Finnlandi .

ÍSÍ hefur valið Sigrúnu Ingu Garðarsdóttur og Einar Daða Lárusson til að vera fulltrúar Íslendinga í ungmennabúðum Ólympíuleikanna í Peking dagana 6. til 17. ágúst. Þau eru meðal efnilegustu íþróttamanna landsins og eru bæði á styrk úr sjóði ungra og efnilegra íþróttamanna hjá ÍSÍ . Sigrún stundar skylmingar og er margfaldur Íslands- og Norðurlandameistari og Einar stundar frjálsar íþróttir.

Frakkland sigraði Egyptaland , 29:21, í fyrsta leiknum á alþjóðlega handknattleiksmótinu sem hófst í Strasbourg í gærkvöld. Ísland mætir Spáni í dag.

Þjóðverjinn Marcus Burghardt varði fyrstur að ljúka 18. áfanga Frakklandshjólreiðanna í gær, en þá var hjóluð tæplega 200 km leið frá Bourg d'Oisans til St. Etienne . Carlos Sastre frá Spáni heldur þó gulu treyjunni fyrir að vera með forstystu í heildarkeppninni.