— 24stundir/Josef Ægir Stefánsson
Baldur Bjartmarsson, forstöðumaður hjá Siglingastofnun, segir það algengt að skipstjórnarmenn á minni bátum stytti sér leið um Hólmasund, milli Örfiriseyjar og Akureyjar í Faxaflóa.

Baldur Bjartmarsson, forstöðumaður hjá Siglingastofnun, segir það algengt að skipstjórnarmenn á minni bátum stytti sér leið um Hólmasund, milli Örfiriseyjar og Akureyjar í Faxaflóa.

Um síðustu mánaðamót strandaði sjóstangveiðibáturinn Faxi RE 24 á grynningunum, en á háfjöru er sundið einungis tæpur metri á dýpt. Annar viðmælandi 24 stunda segir skipstjórnarmenn á hvalaskoðunar- og sjóstangveiðibátum, með fjölda farþega innanborðs, oft taka mikla áhættu með því að sigla sundið.

Baldur segir að leiðin sé ekki merkt og að siglt sé um sundið eftir ákveðnu miði í landi. „Ef skip eru ekki djúprist og þetta eru litlir bátar þá á þetta að vera í lagi, það er ef menn fylgja miðum og eru með GPS-staðsetningartæki.“ Einnig sé best að fara að öllu með gát og sigla eftir aðstæðum, skyggni og fleiru. aí