— 24 stundir/G.Rúnar
Í ár er það Hreimur Örn Heimisson sem semur þjóðhátíðarlagið. Hreimur er ekki ókunnugur því að semja þjóðhátíðarlög en hann samdi m.a. þjóðhátíðarlagið Lífið er yndislegt árið 2001.

Í ár er það Hreimur Örn Heimisson sem semur þjóðhátíðarlagið.

Hreimur er ekki ókunnugur því að semja þjóðhátíðarlög en hann samdi m.a. þjóðhátíðarlagið Lífið er yndislegt árið 2001. Hljómsveitin Land og synir flytur lagið en þeir félagar eru að byrja að spila aftur og verða að sjálfsögðu á þjóðhátíðinni í ár.

Hreimur segist hlakka verulega til hátíðarinnar í ár. „Dagskráin er helvíti nálægt því að vera fullkomin,“ segir hann. „Mér finnst líka frábært að Páll Óskar komi. Hann er góð fyrirmynd og að koma til baka eftir svona leiðinlegt atvik sýnir hversu góðum eiginleikum hann býr yfir. Ég er viss um að skemmtun hans á eftir að vera ógleymanleg og glæsileg.

Ég sjálfur lenti í útistöðum við Árna þar sem hann þreif af mér hljóðnemann á sviði en þær voru auðvitað annars eðlis en þær sem Páll Óskar lenti í. En þetta er allt gleymt og grafið fyrir löngu. Ég hef alltaf kunnað ágætlega við Árna þrátt fyrir að hann hafi sýnt skapbresti á þessum tíma. Enda er batnandi mönnum best að lifa,“ bætir Hreimur við.

Brim og boðaföll

Sól, lýstu mína leið, svo logi sundin blá á leiðinni til þín.

Nótt, leiðin verður greið.

Mér liggur lífið á, því ég verð senn á leiðarenda.

Kominn þessa leið, einfaldlega til að segja þér,

án þín er ég bjargarlaus í neyð, en ekki þegar þú ert hér hjá mér.

Fyrst, er augum á þig leit, þá innra með mér fann, að eitthvað snerti mig. Þá, og eins vel nú ég veit, að brim og boðaföll gætu ekki stöðvað okkur.

Kominn þessa leið, einfaldlega til að segja þér, án þín er ég bjargarlaus í neyð, en ekki þegar þú ert hér hjá mér.

Nú, nóttin læðist inn og breiðir út sinn faðm. Þú brosir til mín eins og í fyrsta sinn, lífið byrjar hér, inni í Herjólfsdal.

Kominn þessa leið, einfaldlega til að segja þér, án þín er ég bjargarlaus í neyð, en ekki þegar þú ert hér hjá mér.

dista@24stundir.is