VOLTAIRE skrifaði á 16. öld að læknar gæfu lyf sem þeir vissu lítið um, gegn sjúkdómum sem þeir vissu enn minna um, fólki sem þeir vissu ekkert um.
Vissulega hefur margt breyst en hefur það endilega breyst til batnaðar?
Það er ekki við sjúklinga að sakast þegar þeir koma uppgefnir á sál og líkama til Póllands í von um betri líðan og annað líf. Lyfjasúpan sem læknar ávísa ofan í fólk er oftar en ella að drepa það.
Sumir koma til Póllands með allt upp í 12 tegundir af lyfjum!
Lyfjakokteilar sem enginn veit hvernig blandast í líffærum dýra, hvað þá í hormóna og heilastarfsemi manna. Læknar bera einir ábyrgð á ástandinu á Íslandi þar sem konur, börn og öryrkjar eru mestu fórnarlömb lyfjavæðingarinnar. Lyfjafyrirtækin blómstra sem aldrei fyrr.
Alvarlega veikt fólk líður í staðinn vegna fjárskorts sjúkrastofnana.
Fólk sem hefur, mánuðum saman, verið í „endurhæfingu“ á Reykjalundi eða öðrum hefðbundnum ríkisreknum stofnunum kemur til Póllands með fjölbreytta lyfjakokteila, pólsku læknunum til gapandi undrunar og mér til skelfingar.
Öll lyf eru toxísk! Við afeitrum fólkið og það losnar við aukaverkanir lyfjanna. Fólk læknast í Póllandi svo lengi sem það hafi ekki orðið fyrir varanlegum lyfjaskemmdum eða með langt gengna ólæknandi sjúkdóma. Amfetamínsjúklingar (landlæknir heimilar sumum að vera á amfetamíni gegn lyfseðli frá lækni) verða hreinir, frískir þó fyrstu dagarnir séu hrein martröð í meðferðinni. Meðferðin, með aðstoð detox-lækna, byggist á von um betri líðan og betra líf, líf án allra toxískra efna.
Það er ekki heldur við hinn almenna starfsmann heilbrigðisstofnana að sakast, ekki við þá sem hlúa að veiku fólki með sjúkraþjálfun eða iðjuþjálfun, ekki við sálfræðingana að sakast heldur þá lækna sem virðast getað ávísað stórhættulegum lyfjum án þess svo mikið sem blikna.
Hvað er að þeim læknum sem þetta gera ? Eru þeir latir – áhugalausir um heilbrigði – hrokafullir gagnvart konum eða eru þeir að láta undan þrýstingi lyfjafyrirtækja og/eða sjúklinga? Varla er það metnaður í starfi!
Oft á tíðum er fólkið sem til mín kemur orðið svo veikt af lyfjaátinu að það getur varla vaknað á morgnana, varla stigið fram úr rúminu vegna einhvers sem læknar kalla gigt eða enn verra, vefjagigt. Gigt er sjálfsónæmissjúkdómur og er fátt annað en afleiðing toxískra efna sem lama hreinsunar- og ónæmiskerfi líkamans, eins og flest lyf og skaðlegur matur/lífsstíll gerir. Fólk er oft á tíðum bugað af þunglyndi, kvíða og svefnleysi þar sem svefnlyfin rota fólk og hafa ekkert með eðlilegan svefn eða hvíld að gera. Öllum þessum lyfjum er hrært í einn graut og útkoman er lyfjasjúklingur. Líffærin fá engan frið til þess að hreinsa út toxísk efni vegna endalausra inntöku á toxískum lyfjum, frá morgni til kvölds, jafnvel á nóttunnu á fólk að fá sér eina!
Ungar konur koma skelfilega lyfjaðar eftir margra mánaða „meðferð“ á Reykjalundi og þora ekki að segja læknunum þar að þær hafi í Póllandi losað sig við öll þessi lyf auk þess sem verkirnir snarminnkuðu eða hurfu.
Hvað er til ráða nú þegar heilbrigðiskerfið er sprungið fjárhagslega vegna „skottulækninga“ – það að lyfja fólk gegn öllu sem að því amar ?
Með samstilltu átaki lækna og okkar annarra sem vinnum að því að lækna fólk sem og þeirra sem trúa á viðtalsmeðferðir, iðjuþjálfun, hreyfingu og viðhorfsbreytingar er hægt að snúa þessari skelfilegu þróun við.
Ég hef boðist til þess að kynna detox-meðferðina fyrir yfirmönnum á Reykjalundi en þeir töldu „miðað við umræðuna um detox-meðferðirnar í Póllandi í fjölmiðlum, sjáum við ekki flöt á samvinnu“. Einmitt!
Einn íslenskur læknir mætti á fyrirlestur pólska læknisins um detoxlækninar. Sú sem er að hjálpa þúsundum Íslendinga í Póllandi eftir ranga meðhöndlun hér heima.
Það er ekkert nýtt að íslenskir læknar telji sig einir vita sannleikann um heilbrigði. Nú hefur velferðarkerfið einfaldlega ekki efni á því að láta þá vaða áfram í villu sinni og sjálfumgleði.
Sparnaðurinn af detox-meðferðum gæti farið í að lækna virkilega veikt fólk – á biðlistum. Lækningar án lyfja spara milljónahundruð og eitra ekki, af minnsta tilefni, fyrir grandalausu fólki. Það er í lagi að finna til og líða illa stundum!
Það að finna til stundum kallast víst að vera manneskja.
Gott faðmlag er á við margar kvíðastillandi pillur.
Höfundur er framkvæmdastjóri PPI – detox.is