[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
M ér finnst hörmulegt að forsetinn okkar sé á leið á Ólympíuleikana.

M ér finnst hörmulegt að forsetinn okkar sé á leið á Ólympíuleikana. Miðað við þann langa lista af einstaklingum sem er óvelkominn á þessa íþróttahátíð finnst mér ótrúlegt að forsetinn skuli ekki falla undir einhvern þeirra flokka, bloggar Helga Vala Helgadóttir og er ekki ein um að lýsa óánægju með för forsetans til Kína. „Þessi listi Kínverja er ekkert annað en mannréttindabrot,“ segir Helga Vala og finnst glatað að forsetinn styðji stefnu þjóðar sem feli í sér mannréttindabrot. Hún er ekki ein um að gagnrýna. Sveinn Magnússon , framkvæmdastjóri Geðhjálpar, átelur forsetaförina harðlega í eigin nafni og hyggst taka gagnrýnina upp meðal félaga síðar.

N okkrum dögum eftir ákvörðunina útskýrir Ólafur Ragnar sjónarmið forseta í Fréttablaðinu á þá leið að virðing skili meiru en fjandskapur. Talsmaður fólks með geðræn vandamál spyr hins vegar hver sé virðingin í garð þeirra. 24 stundir vita ekki hvenær forsetaskrifstofan komst að sinni niðurstöðu, en finnst glatað að Örnólfur Thorsson forsetaritari hafi í tvígang neitað að tjá sig um ferðina daginn sem fréttatilkynning um hana var send út. Það er kúnstugt því undir fréttatilkynningunni stóð að nánari upplýsingar mætti nálgast hjá Örnólfi.

A llsber maður olli miklu fjaðrafoki í netheimum í gær, en hann sást á vappi í 600 metra hæð. Öflugt lið lögreglu var sent á vettvang og þótti mörgum forgangsröðun verkefna orka tvímælis. Þegar leið á dag var þyrla Landhelgisgæslunnar send út líka og ósjálfrátt komu upp í hugann, Ólína Þorvarðardóttir Hornstrandafari, Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra og ísbirnir, lifandi, dauðir eða ímyndaðir. Novator björgunarfélag ísbjarna í eigu Björgólfs Thors skarst ekki í leikinn, en hefði kannski betur hjálpað nöktum manni en veikum ísbirni. beva@24stundir.is