HAGNAÐUR bandaríska dagblaðsins The New York Times á öðrum ársfjórðungi nam 21 milljón dala og dróst saman um 82% samanborið við sama tímabil í fyrra og varar blaðið við því að næstu mánuðir og misseri gætu orðið því erfið.

HAGNAÐUR bandaríska dagblaðsins The New York Times á öðrum ársfjórðungi nam 21 milljón dala og dróst saman um 82% samanborið við sama tímabil í fyrra og varar blaðið við því að næstu mánuðir og misseri gætu orðið því erfið.

Auglýsingatekjur hafa dregist mjög saman undanfarið og má sem dæmi nefna að í júnímánuði voru slíkar tekjur 16,4% lægri en á sama tíma í fyrra og í maí drógust þær saman um 11,9%.

Til að mæta þessum tekjusamdrætti ætlar blaðið að hækka smásöluverð á hverju eintaki úr 1,25 dölum í 1,50 dali. bjarni@mbl.is