Hungur vofir yfir milljónum manna í Austur-Afríku, að mati hjálparstofnana og matvælaáætlunar SÞ. Segja talsmenn Oxfam að langvarandi þurrkar, stríðsátök og fátækt hafi orðið til þess að allt frá níu til 13 milljón manns séu nú hjálparþurfi.

Hungur vofir yfir milljónum manna í Austur-Afríku, að mati hjálparstofnana og matvælaáætlunar SÞ.

Segja talsmenn Oxfam að langvarandi þurrkar, stríðsátök og fátækt hafi orðið til þess að allt frá níu til 13 milljón manns séu nú hjálparþurfi. Hvetja samtökin ríki heims til að auka framlög sín til hjálparstarfs á svæðinu.

„Verð á matvælum hefur hækkað um allt að 500% á sumum stöðum, þannig að fólk sem lent hefur í þurrkatíð á þurrkatíð ofan getur enga björg sér veitt,“ segir Rob McNeil, starfsmaður Oxfam.

Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna varaði á þriðjudag við því að allt að 14 milljón manns á svæðinu í kringum Sómalíu, Eþíópíu og Kenía hefðu varla til hnífs og skeiðar. aij