MIKIÐ grjóthrun varð úr fjallshlíð skammt austan við Holtsá undir Eyjafjöllum í gærkvöldi og féllu stórir hnullungar m.a. á Suðurlandsveg. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli var tilkynnt um hrunið laust eftir kl.

MIKIÐ grjóthrun varð úr fjallshlíð skammt austan við Holtsá undir Eyjafjöllum í gærkvöldi og féllu stórir hnullungar m.a. á Suðurlandsveg. Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli var tilkynnt um hrunið laust eftir kl. 22 í gær en einhverjir steinanna fóru yfir rafmagnslínu svo miklir neistar mynduðust. Línan fór þó ekki í sundur.

Kalla þurfti til gröfu af nálægum bæ til að ryðja grjótinu af veginum en við það skemmdist vegurinn lítillega. Lögreglan vill því biðja ökumenn á svæðinu að fara með gát.