JARÐSKJÁLFTARNIR sem mælst hafa um 14-16 km austan við Grímsey eru orðnir yfir 1.100 talsins. Jarðskjálftahrinan hófst á hádegi í fyrradag og mældust þá stærstu skjálftarnir 4,7 og 4,8 á Richter. Í gær voru þeir stærstu á bilinu 3,3-3,5.
JARÐSKJÁLFTARNIR sem mælst hafa um 14-16 km austan við Grímsey eru orðnir yfir 1.100 talsins. Jarðskjálftahrinan hófst á hádegi í fyrradag og mældust þá stærstu skjálftarnir 4,7 og 4,8 á Richter. Í gær voru þeir stærstu á bilinu 3,3-3,5.
Að sögn Halldórs Geirssonar, sérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, hefur hægt og rólega dregið úr virkninni en hún er þó enn nokkuð hviðótt og má búast við að svo verði fram í næstu viku.
Margir jarðskjálftanna hafa mælst á Tjörnesbrotabeltinu en það er þekkt jarðskjálftasvæði.