Bresku hjónin John og Anne Darwin hafa samanlagt verið dæmd til ríflega 12 ára fangelsisvistar fyrir að setja dauða Johns á svið árið 2002.

Bresku hjónin John og Anne Darwin hafa samanlagt verið dæmd til ríflega 12 ára fangelsisvistar fyrir að setja dauða Johns á svið árið 2002. Málið komst upp þegar John birtist í lögreglustöð í Lundúnum í desember á síðasta ári og þóttist þjást af minnisleysi.

Ráðabruggi hjónanna var ætlað að leysa úr skuldaflækjum þeirra, en líftrygging Johns gaf þeim rösk 250.000 pund í aðra hönd – um 40 milljónir króna að núvirði.

John Darwin játaði brot sín og var dæmdur til 6 ára og þriggja mánaða fangelsisvistar. Anne Darwin neitaði sök – sagðist hafa verið neydd til að taka þátt í svindlinu – en var dæmd í sex og hálfs árs fangelsi. Peningana sem hjónin sviku út notuðu þau til fjárfestinga í Panama, þar sem John fór huldu höfði. Er talið að þau hafa náð að ávaxta pundið vel, og hafa eigur þeirra verið frystar. Vonast yfirvöld til að geta endurheimt féð.

andresingi@24stundir.is