FLUTNINGAFYRIRTÆKI, rekið af líbíska ríkinu, hefur stöðvað olíuflutninga til Sviss til að mótmæla handtöku Hannibals Gaddafi, yngsta sonar Muammar Gaddafi, leiðtoga Líbíu.

FLUTNINGAFYRIRTÆKI, rekið af líbíska ríkinu, hefur stöðvað olíuflutninga til Sviss til að mótmæla handtöku Hannibals Gaddafi, yngsta sonar Muammar Gaddafi, leiðtoga Líbíu. Sonurinn var í haldi lögreglu í Genf í tvo daga eftir að hafa ásamt barnshafandi eiginkonu sinni verið gefið að sök að hafa slegið tvo lögregluþjóna og sýnt af sér ógnandi háttalag en var síðan sleppt.

Gaddafi eldri hefur að sögn tengsl við flutningafyrirtækið sem um ræðir. Að minnsta kosti helmingur allrar hráolíu sem flutt er inn til Sviss kemur frá Líbíu og Líbíumenn eiga stóra olíuhreinsistöð í Sviss. Einkareknum aðilum leyfist sem fyrr að flytja olíu til Sviss en skipum undir svissneskum fána hefur hins vegar verið bannað að sigla inn í hafnir Líbíu. sigrunhlin@mbl.is