Netið Skráning verður rafræn.
Netið Skráning verður rafræn.
ÍSLENDINGAR á leið til Bandaríkjanna munu frá og með 12. janúar 2009 þurfa að fylla út rafrænt eyðublað með ýmsum upplýsingum fyrir brottför.

ÍSLENDINGAR á leið til Bandaríkjanna munu frá og með 12. janúar 2009 þurfa að fylla út rafrænt eyðublað með ýmsum upplýsingum fyrir brottför.

Hingað til hafa ferðalangar þurft að fylla út efnislegt, grænt eyðublað um borð í flugvélum en rafræna skráningarkerfið mun smám saman taka við af því. Sömu spurningar verður að finna í rafræna kerfinu og hinu fyrra. Kerfið nær til allra ríkja sem njóta undanþágu frá vegabréfsáritun til Bandaríkjanna (Visa Waiver Program) og Ísland er eitt þeirra.

Rafræna kerfið auðveldar alla úrvinnslu gagna og einnig fólki ferðalög til Bandaríkjanna enda mun það nú vita fyrir brottför hvort því sé heimilt að ferðast þangað eða ekki. Fólk mun því ekki vera sent aftur til baka reynast einhverjar upplýsingar ófullnægjandi. Mælst er til þess að fólk fylli út rafræna eyðublaðið í það minnsta 72 klukkustundum fyrir brottför. Svar um hvort ferðalagið er heimilt mun berast um hæl.

Kerfið verður á veraldarvefnum og mun verða opnað 1. ágúst. Þann 12. janúar 2009 verður öllum skylt að fylla út upplýsingar þar fyrir brottför. Öll svör verða að vera á ensku og hver skráning er virk í tvö ár. Jákvætt svar heimilar aðeins ferðalag til Bandaríkjanna en er ekki ótvírætt loforð um að viðkomandi fái aðgang inn í landið. haa@mbl.is