Afskipt Sígaunar við hreysi sitt í útjaðri Rómar bíða eftir aðstoð Rauða krossins. Um 150.000 sígaunar eða fólk Roma-þjóðarinnar búa á Ítalíu.
Afskipt Sígaunar við hreysi sitt í útjaðri Rómar bíða eftir aðstoð Rauða krossins. Um 150.000 sígaunar eða fólk Roma-þjóðarinnar búa á Ítalíu. — Reuters
ÍTALSKA þingið samþykkti í gær ný og hert lög um innflytjendur, m.a. verða tekin fingraför af sígaunum, öðru nafni Roma-þjóðinni.

ÍTALSKA þingið samþykkti í gær ný og hert lög um innflytjendur, m.a. verða tekin fingraför af sígaunum, öðru nafni Roma-þjóðinni. Segja ráðamenn í Róm ýmist að markmiðið sé að draga úr glæpum á götunum, hafa uppi á ólöglegum innflytjendum eða sjá til þess að sígaunabörn gangi í skóla.

Jacques Barrot í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sagði ítölsk stjórnvöld fullyrða að ekki yrði spurt um þjóðerni eða trú þegar fingraför yrðu tekin. Fullyrt hefur verið að aðeins verði tekin fingraför af þeim sígaunum sem ekki geti framvísað skilríkjum. Heimildarmenn segja að í reynd séu þau tekin af þeim öllum.

Margir Ítalar líta niður á sígauna. Um sl. helgi fundust lík tveggja sígaunastúlkna á baðströnd í Napólí, þær höfðu drukknað. Fólk á ströndinni lét það ekki trufla sig í sólbaðinu að líkin lægju um hríð rétt hjá þeim. kjon@mbl.is