[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
„Ritgerðin fjallar um húmor í auglýsingum. Hluti af henni er að kanna viðbrögð fólks við þessari auglýsingu,“ segir Sigmundur Kristjánsson, knattspyrnumaður úr Þrótti, sem vinnur nú að lokaverkefni sínu í viðskiptafræði í HÍ.

„Ritgerðin fjallar um húmor í auglýsingum. Hluti af henni er að kanna viðbrögð fólks við þessari auglýsingu,“ segir Sigmundur Kristjánsson, knattspyrnumaður úr Þrótti, sem vinnur nú að lokaverkefni sínu í viðskiptafræði í HÍ. Sigmundur gerði á dögunum auglýsingu fyrir Wella Shockwaves-hárvörur og smalaði saman helstu sköllóttu knattspyrnumönnum landsins í myndatöku. Yfirskrift auglýsingarinnar er kostulega kaldhæðnisleg: „Það nota allir Shockwaves-hárvörur – sumir minna en aðrir.“

„Ég hef fengið mjög góð viðbrögð við auglýsingunni og þeim sem tóku þátt í þessu með mér fannst þetta alveg frábært. Í verkefninu reyni ég að komast að því hvort húmorinn og kaldhæðnin kemst til skila. Hvort fólki þykir þetta fyndið og hvernig áhrif svona auglýsing hefur á ímynd vörunnar,“ segir Sigmundur.

Hann hefur ekki ákveðið hvað tekur við eftir útskrift, en efast um að hann fari að starfa innan hárvörugeirans. „Allavega ekki sem hármódel,“ segir hann og hlær.

Sigmundur biður alla sem geta að svara könnun sem hann útbjó á vefslóðinni https://ugla. hi.is/K2/eydublad.php?sid =135&fid=2260.

bjornbragi@24stundir.is