*Hljómsveitin Atómstöðin með leikarann, leikstjórann og rokkarann, Guðmund Inga Þorvaldsson í broddi fylkingar, sendi á dögunum frá sér sína aðra plötu Exile Republic .

*Hljómsveitin Atómstöðin með leikarann, leikstjórann og rokkarann, Guðmund Inga Þorvaldsson í broddi fylkingar, sendi á dögunum frá sér sína aðra plötu Exile Republic . Frægasti andófsmaður Íslands, Helgi Hóseasson, prýðir umslag plötunnar og í kvöld mun sveitin halda samstöðuhátíð á horninu hans Helga við Langholtsveg (á móti Beco) og vekja þannig athygli á þeim málum Helgi hefur barist fyrir á undanförnum árum og áratugum.

Hátíðin mun standa milli kl. 19 og 20 og sagan segir að Kastljós Sjónvarpsins hyggist senda beint frá hátíðinni/tónleikunum.