Toppsætið Hótel Úkraína gnæfir yfir dýrustu borg heims.
Toppsætið Hótel Úkraína gnæfir yfir dýrustu borg heims. — AFP
Dýrast er að halda sér uppi í Moskvu í Rússlandi en ódýrast í Asunción í Paragvæ, samkvæmt árlegri könnun Mercer á verðlagi í 143 borgum. Könnunin tekur til ríflega 200 þátta – allt frá húsnæði til dægradvalar.

Dýrast er að halda sér uppi í Moskvu í Rússlandi en ódýrast í Asunción í Paragvæ, samkvæmt árlegri könnun Mercer á verðlagi í 143 borgum. Könnunin tekur til ríflega 200 þátta – allt frá húsnæði til dægradvalar. New York-borg er notuð sem viðmiðunarpunktur með 100 stig og öðrum borgum úthlutað hlutfallslegum stigum út frá henni.

Moskva hefur vermt toppsætið þrjú ár í röð. Hún fær 142,4 stig í ár, sem er 8 stigum meira en í fyrra. Í öðru sæti er Tókýó með 127 stig. Lundúnir fylgja fast á hæla hennar með 125 stig, einu sæti neðar en í fyrra. Fjórða sætið vermir höfuðborg Noregs – Ósló – með 118,3 stig. Norðmenn eiga þar einn mesta hástökkvara könnunarinnar, en Ósló var í tíunda sæti fyrir ári.

„Húsnæðisverð í Noregi var í sögulegu hámarki undir lok síðasta árs, eftir 50% hækkun undanfarin 5 ár. Það, ásamt styrkingu norsku krónunnar, veldur því að kostnaður hefur aukist talsvert,“ segir Yvonne Traber, sem stýrði könnuninni.

Traber segir að athygli veki að öfugt við það sem gerðist í síðustu skýrslu hefur bilið á milli dýrustu og ódýrustu borga breikkað á milli ára. andresingi@24stundir.is