[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Eiður Smári Guðjohnsen er í 18 manna leikmannahópi Barcelona sem tekur á móti Real Betis í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í kvöld.
E iður Smári Guðjohnsen er í 18 manna leikmannahópi Barcelona sem tekur á móti Real Betis í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í kvöld. Thierry Henry kemur aftur inn í hópinn eftir að hafa sig á veikindum og víkur hinn ungi Pedro Rodríguez Ledesma fyrir Frakkanum.

J ose Mourinho , þjálfari Ítalíumeistara Inter, hefur náð mögnuðum árangri á heimavelli með þau lið sem hann hefur stýrt. Í kvöld taka hans menn í Inter á móti Lecce í ítölsku A-deildinni og nái Inter að vinna eða gera jafntefli verður þann 100. leikurinn í röð sem lið undir hans stjórn tapar ekki á heimavelli.

Hinn 23. febrúar 2002 tapaði lið undir stjórn Mourinhos síðast á heimavelli en þá beið Porto lægri hlut fyrir Beira Mar í portúgölsku 1. deildinni. Eftir það lék Porto 38 leiki í röð án taps á heimavelli undir stjórn, vann 36 og gerði 2 jafntefli. Chelsea lék 60 leiki í röð án taps á Stamford Birdge undir stjórn Portúgalans. Liðið vann 46 leiki og gerði 14 jafntefli. Og á þessari leiktíð hefur hann stýrt liði Inter til sigurs í tveimur heimaleikjum.

Nokkrir leikmenn úr 1. deildinni voru úrskurðaðir í leikbönn á fundi Aganefndar KSÍ og hefja þar með næsta tímabil í banni. Þrír leikmenn ÍBV fengu eins leiks bann, Atli Heimisson , Bjarni Rúnar Einarsson og Bjarni Hólm Aðalsteinsson . Aðrir leikmenn úr 1. deildinni sem fengu bann voru: Hilmar Trausti Arnarsson , Haukum, Henning Eyþór Jónasson , Selfoss, Einar Valur Árnason , Njarðvík, Kristján Sigurólason , Þór og Miroslav Pilipovic , Víking Ó.

Tom Køhlert , þjálfari danska úrvalsdeildarliðsins Brøndby sem Stefán Gíslason leikur með, segist í samtali við BT óttast að nokkur dönsku úrvalsdeildarlið verði í miklum fjárhagserfiðleikum á næstu misserum. Ljóst sé að flest dönsku úrvalsdeildarliðin hafi eytt langt um efni fram síðasta árið með kaupum á dýrum mönnum um leið og þau hafi hækkað laun leikmanna fram úr öllum hófi. „ Allir vilja vera í fremstu röð en það er alveg ljóst að ekki geta allir draumar ræst,“ segir Køhlert og bendir á að þrengingar í fjármálaheiminum komi niður á knattspyrnunni eins og öðru.