<h4>Gangstígar og götur</h4>MARGIR kannast við það að þurfa að sveigja framhjá bíl og jafnvel út á götu til að komast leiðar sinnar eftir gangstígum borgarinnar, því allt of oft er bílum illa lagt með afturendann úti á götu og nefið langt inni á gangstétt.

Gangstígar og götur

MARGIR kannast við það að þurfa að sveigja framhjá bíl og jafnvel út á götu til að komast leiðar sinnar eftir gangstígum borgarinnar, því allt of oft er bílum illa lagt með afturendann úti á götu og nefið langt inni á gangstétt. — Morgunblaðið/G.Rúnar
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Aðlögun í nýju samfélagi VARÐANDI innflytjendur á Íslandi er það mín skoðun að þeir megi ekki flytja með sér öfgar og ofbeldi. S.s. gegn konum eða jafnvel manndráp eins og svokölluð sæmdarmorð.

Aðlögun í nýju samfélagi

VARÐANDI innflytjendur á Íslandi er það mín skoðun að þeir megi ekki flytja með sér öfgar og ofbeldi. S.s. gegn konum eða jafnvel manndráp eins og svokölluð sæmdarmorð. Þeim sem ekki getað samið sig að háttum þeirra þjóðar sem þeir flytja til væri sæmst að sitja heima. Aldrei dytti mér í hug að flytja einhvern ósóma úr mínu landi til annarra landa.

Björn Indriðason.

Lífið er mjög skrítið

LÍFIÐ er skrítið, það er alveg víst. Allar þær hörmungar sem hafa gengið yfir kínversku þjóðina á þessu ári þar sem um 85 milljónir manna létu lífið í jarðskjálftum sem reyndar eru afar tíðir þar enn þá. Hafin var söfnun víða um heim og mig minnir að Ísland hafi lagt til um 3 milljónir sem er gott og blessað. En svo halda Kínverjar Ólympíuleika fyrir mörg hundruð milljarða og svo núna í vikunni skjóta þeir upp mönnuðu geimfari sem kostar mörg hundruð milljarða. Ég meina, hvað er eiginlega í gangi? Þarf ég nokkuð að skrifa meira um þetta? Skilja ekki allir hvað þetta er öfugsnúið? Svo eru mörg hundruð milljónir manna sem búa við algjöra fátækt og hungur í heiminum en samt eru sumar þjóðir (aðallega Bandaríkjamenn) að skjóta upp geimferjum með mörg hundruð milljarða kostnaði. Og svo þessi tilraun með að líkja eftir „Miklahvelli“ núna um daginn sem kostar þúsund milljarða. Á sama tíma og við verðum vitni að því á hverju kvöldi í sjónvarpsfréttum hvað það er mikil fátækt og hungur í heiminum að þá eru sumar þjóðir bara að leika sér. Einn sérfræðingur í stærðfræði sagði mér að ef Bandaríkjamenn, sem mjög margir búa við hungur og fátækt, myndu sleppa bara einu geimskoti, að þá gætu þeir brauðfætt alla Bandaríkjamenn í eitt ár. Ég verð svo reiður þegar ég hugsa um þessi mál að ég ætla að stoppa hér og leyfa öðrum að hugleiða þessar línur mínar.

Lífeyrisþegi.


Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is