Þorsteinn virðist telja að Davíð Oddsson hafi farið út fyrir verksvið sitt með pólitískum ummælum í viðtalinu á Stöð 2 um daginn. Og að bankastjórnin í heild beri ábyrgð á tali hans.

Þorsteinn virðist telja að Davíð Oddsson hafi farið út fyrir verksvið sitt með pólitískum ummælum í viðtalinu á Stöð 2 um daginn. Og að bankastjórnin í heild beri ábyrgð á tali hans. Þorsteinn virðist vera að leggja til að ríkisstjórnin áminni bankastjórnina eða víki henni frá. Hann minnir á að ríkisstjórnin hafi lögbundnu hlutverki að gegna í þessu sambandi. Þetta er einhver harðasta ádrepa á Davíð Oddsson í langan tíma, eiginlega alveg frá 10. mars 1991. Og gagnrýnin á bankastjórnina í heild er ein hin óvægnasta sem ég man eftir frá málsmetandi manni.

Guðmundur Magnússon

gudmundurmagnusson.blog.is