Íslensk lautarferð Ekkert plastdrasl í körfuna takk!
Íslensk lautarferð Ekkert plastdrasl í körfuna takk! — Morgunblaðið/Golli
FRANSKA umhverfisráðuneytið hefur innleitt skatt á plasthnífapör og óendurvinnanlega, einnota diska í þeim tilgangi að hvetja fólk til að kaupa umhverfisvænni valkosti. Og franskir neytendur mega búast við álagningu á fleiri vörur.

FRANSKA umhverfisráðuneytið hefur innleitt skatt á plasthnífapör og óendurvinnanlega, einnota diska í þeim tilgangi að hvetja fólk til að kaupa umhverfisvænni valkosti. Og franskir neytendur mega búast við álagningu á fleiri vörur. Þetta hefur umhverfisvefurinn Etiskforbruk.no eftir franska dagblaðinu Le Figaro .

Áður hafa Frakkar innleitt gjöld á bíla sem hækka eftir því sem þeir eru skaðlegri náttúrunni. Franska ríkisstjórnin vinnur nú að tillögum sem gera ráð fyrir svipuðu skattkerfi á aðrar vörur, s.s. ísskápa, uppþvottavélar, sjónvörp, rafhlöður og tréhúsgögn, þótt enn hafi ekkert verið ákveðið í þeim efnum.

Nýi skatturinn hefur verið kallaður „lautarferðar-tollurinn“ og hljóðar upp á 0,9 evrur, án þess að ljóst sé á hversu mikið magn plasthnífapara hann leggst. Fyrir þá sem ekki hugnast að taka með gömul stálhnífapör að heiman í lautarferðina gætu einnota hnífapör úr maís verið lausnin, en þau ku brotna niður í náttúrunni á 45-60 dögum.