[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
ÓJAFNT er gefið í baráttu regnhlífanna og haustlægðanna ef marka má átökin sem áttu sér stað víða í Reykjavík í gær. Oft hefur verið haft á orði að ekkert gagn sé að regnhlífum á Íslandi og þeir einu sem þeim beiti séu illa upplýstir ferðamenn.

ÓJAFNT er gefið í baráttu regnhlífanna og haustlægðanna ef marka má átökin sem áttu sér stað víða í Reykjavík í gær. Oft hefur verið haft á orði að ekkert gagn sé að regnhlífum á Íslandi og þeir einu sem þeim beiti séu illa upplýstir ferðamenn. Ástæðan er sögð sú að rigningin sé hér iðulega lárétt.

Eitthvað gæti verið til í þessu – ekki síst á haustin þegar lægðirnar fara yfir landið hver af annarri með tilheyrandi vindgangi og úrkomu.

Og ekkert lát virðist á rigningunni. Í dag er spáð rigningu eða skúrum fram eftir degi og nokkrum vindi sunnan- og vestanlands. Norðlendingar mega þó eiga von á þurru veðri og allt að fimmtán stiga hita. sunna@mbl.is