Samkvæmt hagspá Landsbankans munu stóriðjufjárfestingar fylla í skarð sem skapast vegna samdráttar í efnahagslífinu. Næstu fimm árin verði fjárfest í stóriðju og orkuverum fyrir samtals 440 milljarða króna.

Samkvæmt hagspá Landsbankans munu stóriðjufjárfestingar fylla í skarð sem skapast vegna samdráttar í efnahagslífinu. Næstu fimm árin verði fjárfest í stóriðju og orkuverum fyrir samtals 440 milljarða króna. Það er sama umfang og síðustu fjögur ár en hefur ólík áhrif á þjóðarbúskapinn.

Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbankans, sagði á fundi bankans í gær að laust fé streymdi þangað sem uppbygging væri og hagvöxtur. Að eiga þann möguleika að hraða atvinnuuppbyggingu væri afar mikilvægt og það ætti að nýta. „Ég er ekki nokkrum vafa um það að þær aðstæður sem eru núna gera það að verkum að við hröðum uppbyggingu atvinnulífs en við eigum að velja þá kosti sem eru í boði og velja þá afar hratt,“ sagði Halldór. gh/bg