Heimir Hallgrímsson
Heimir Hallgrímsson
HEIMIR Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, verður væntanlega áfram með liðið, það er í það minnsta vilji bæði formanns knattspyrnudeildar ÍBV og Heimis. Undir hans stjórn endurheimtu Eyjamenn sæti sitt í úrvalsdeildinni eftir tveggja ára fjarveru.

HEIMIR Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, verður væntanlega áfram með liðið, það er í það minnsta vilji bæði formanns knattspyrnudeildar ÍBV og Heimis. Undir hans stjórn endurheimtu Eyjamenn sæti sitt í úrvalsdeildinni eftir tveggja ára fjarveru.

„Við erum með góðan þjálfara og viljum hafa hann áfram og ég á ekki von á öðru en hann verði það. Heimir á eitt ár eftir af samningi sínum og ég á ekki von á öðru en hann verði með liðið áfram.

Hann tók við liðinu árið sem við féllum og sagði í viðtali um daginn að það hefði verið vitlausasta ákvörðun sem hann hefði tekið um ævina, en núna erum við komnir upp og hann verður vonandi áfram hjá okkur,“ sagði Sigursveinn Þórðarson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV, við Morgunblaðið.

Varðandi leikmannamál hjá félaginu sagði Sigursveinn nokkuð ljóst að reynt yrði að halda í þann mannskap sem var í sumar og eins yrði reynt að styrkja hópinn eitthvað. „En það eru ekki til miklir peningar hjá okkur þannig að við verðum að sjá til hvernig það gengur,“ sagði formaðurinn.

„Við höfum lagt mesta áherslu á að semja við þá leikmenn sem voru hjá okkur og það eru fjórir leikmenn með lausa samninga. En við verðum að sjálfsögðu að styrkja okkur og þá aðallega að auka breiddina hjá okkur. Við erum með þunnskipaðan hóp, ekki marga peyja. En hvað sem við gerum til að styrkja okkur þá verður að fara varlega í það. Brasilíumennirnir þrír í sumar voru dýr pakki sem skilaði okkur afskaplega litlu,“ sagði Sigursveinn. skuli@mbl.is